Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 18:33 Reece James fyrirliði Chelsea í baráttunni við Tomas Pekhart, fyrirliða Legia Varsjá. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Chelsea er komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap á heimavelli gegn Legia Varsjá. Chelsea vann fyrri leik liðanna 3-0 en Enzo Maresca þjálfari stillti samt upp sterku liði í kvöld. Það mætti halda að leikmenn Lundúnaliðsins hafi ætlað að tækla verkefni kvöldsins með vinstri þar sem gestirnir komust yfir þökk sé vítaspyrnu Tomas Pekhart á 10. mínútu. Marc Cucurella jafnaði metin eftir undirbúning Jadon Sancho þegar rúmur hálftími var liðinn. Cucurella hélt hann hefði komið heimamönnum yfir áður en fyrri hálfleik var lokið en markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það gaumgæfilega. Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir aðeins átta mínútna leik í síðari hálfleik kom Steve Kapuadi gestunum yfir á nýjan leik. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á Brúnni 1-2. Þar sem Chelsea vann fyrri leikinn 3-0 unnu heimamenn einvígið 4-2 samanlagt. Chelsea mætir Djurgården í undanúrslitum. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Chelsea er komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap á heimavelli gegn Legia Varsjá. Chelsea vann fyrri leik liðanna 3-0 en Enzo Maresca þjálfari stillti samt upp sterku liði í kvöld. Það mætti halda að leikmenn Lundúnaliðsins hafi ætlað að tækla verkefni kvöldsins með vinstri þar sem gestirnir komust yfir þökk sé vítaspyrnu Tomas Pekhart á 10. mínútu. Marc Cucurella jafnaði metin eftir undirbúning Jadon Sancho þegar rúmur hálftími var liðinn. Cucurella hélt hann hefði komið heimamönnum yfir áður en fyrri hálfleik var lokið en markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það gaumgæfilega. Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir aðeins átta mínútna leik í síðari hálfleik kom Steve Kapuadi gestunum yfir á nýjan leik. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á Brúnni 1-2. Þar sem Chelsea vann fyrri leikinn 3-0 unnu heimamenn einvígið 4-2 samanlagt. Chelsea mætir Djurgården í undanúrslitum.