Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Alþingi Flokkur fólksins Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar