Körfubolti

Há­spenna í um­spili um sæti í Bónus deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adama Kasper Darboe fór mikinn í kvöld. Skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst.
Adama Kasper Darboe fór mikinn í kvöld. Skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Ármann Körfubolti

Hamar og Ármann eru með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígum sínum í baráttunni um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.

Ármann vann tveggja stiga sigur á Breiðabliki í æsispennandi leik, lokatölur 114-112. Jaxson Schuler Baker var stigahæstur hjá Ármanni með 29 stig. Þar á eftir kom Arnaldur Grímsson með 24 stig. Hjá Blikum voru Maalik Jajuan Cartwright og Marinó Þór Pálmason stigahæstir með 19 stig.

Hamar vann einnig tveggja stiga sigur á Fjölni, lokatölur 78-76. Jaeden Edmund King var stigahæstur með 27 stig ásamt því að taka 11 fráköst í liði Hamars. Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur hjá Fjölni með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×