Innlent

Mót­mæla brott­vísun Oscars

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Oscar og Sonja sem hefur gengið honum í móðurstað hér á Íslandi.
Oscar og Sonja sem hefur gengið honum í móðurstað hér á Íslandi.

Boðað hef­ur verið til mót­mæla fyrir utan dóms­málaráðuneyt­ið vegna þess að til stendur að vísa hinum sautján ára Oscar And­ers Boca­negra Flor­ez úr landi. Honum hefur áður verið vísað úr landi.

Samtökin No Bor­ders Ice­land standa fyr­ir mót­mæl­un­um, sem er lýst sem samstöðufundi og kröfuafhendingu, sem fara fram fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgartúni 26 að morgni þriðjudagsins 22. apríl klukkan 9.

Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna verður Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra afhent krafa þess efnis að brottvísun Oscars verði stöðvuð fyrir lok hefðbundins skrifstofutíma sama dag.

Vilja taka Oscar að sér

Vísa á Oscari úr landi á þriðju­dag en hann flúði til Íslands með föður sín­um árið 2022 eft­ir að glæpa­menn í Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Faðir Oscars beitti hann síðar of­beldi og af­salaði sér for­ræði yfir honum.

Í októ­ber 2024 var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um og endaði einn á göt­unni í Bogotá. Þar var hann í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­a hans sótti hann og kom hon­um aft­ur til Íslands. 

Hjónin Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hafa gengið Oscari í foreldrastað og vilja taka hann að sér en mætt ýmsum hindrunum.

Útlendingastofnun hefur tilkynnt Oscari að hann þurfi að yfirgefa Ísland á ný og geti ekki sótt aftur um vernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×