Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 14:02 Jón Gnarr situr á þingi fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón. Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón.
Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent