Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar 21. apríl 2025 17:01 Séra Jorge Mario Bergoglio er allur í jarðvist sinni. Fæddur 17. des. 1936 í Argentínu. Kjörinn páfi 13. mars 2013. Ég, sem kaþólikki, fagnaði því mjög þegar hann tók við embætti páfa og kenndi sig við heilagan Frans frá Assísi. Það þótti mér stórmannlegt. Frans frá Assísi er nefnilega verndardýrlingur dýra og náttúru. Skírnarnafn hans var Giovanni di Pietro di Bernardone f. 1811 d. 1226. Sérstaklega þótti mér merkilegt að Frans páfi skyldi vilja tileinka sér sömu viðhorf til alls dýralífs og heilagur Frans hafði gert. Um heilagan Frans er til mikið af heimildum og vert er að gefa því gaum að til þess að komast í dýrlingatölu inn kaþólsku kirkjunnar þarf viðkomandi að hafa uppfyllt mörg og ströng skilyrði. Kirkjan ákvað að gera sinn mann að dýrlingi árið 1228 í valdatíð Gregoríusar IX páfa. Því fagnaði ég því mikið þegar hinn fallni páfi ákvað að kenna sig við heilagan Frans. Það fór heldur ekki á milli mála að í starfi sínu sem páfi lagði hann ríka áherslu að fylgja eftir, í orði og verki, því sem heilagur Frans tileinkaði sér. Heilögum Frans var það metnaður að hafna auði og munaði en hann var sonur auðugs kaupmanns. Hann kaus að lifa í fátækt og einlægri þjónustu við Guð. Það fólst því mikil dyggð í því af páfa að kenna sig við heilagan Frans. Ég sem kaþólikki hef fengið það staðfest frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi að kirkjan líti svo á að öll dýr hafi sál. Það hefur þá einföldu merkingu að hvernig sem það líf verður sem tekur við af jarðvistinni þá munum við hitta dýrin okkar aftur. Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir mjög marga. ,,Frans frá Assísí trúði því að öll sköpun Guðs væri heilög og að dýrin væru bræður og systur okkar í sköpuninni. Hann talaði gjarnan um „bróður sólar“ og „systur tungl“ og kallaði dýrin „bræður“ og „systur“. Hann leit ekki á menn sem yfirráðendur yfir náttúrunni, heldur sem hluta af henni, í samhljómi við dýr, jurtir, jörð og himin. Hann átti í persónulegum samskiptum við dýr — samkvæmt sögum og þjóðsögum — og sagði að dýrin lofuðu Guð á sinn hátt" (heimild ChatGpt) Af aðdáun við páfa og heilagan Frans hleypti ég af stokkunum fyrstu samkundu Alþjóðlegs dags dýra - World Animal Day 4. okt. fyrir nokkrum árum. Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hvar ég minntist heilags Frans og Frans páfa fyrir fjölmörgum. Mér þótti því mikilvægt, nú á öðrum degi stærstu trúarhátíðar kaþólskra, þegar þeir missa jarðneskan leiðtoga sinn, að minnast hans og tengingar hans við heilagan Frans og tengingar þess síðarnefnda við vernd dýra, sem hefur verið áhugamál hjá mér lengi. Frans páfi hefur nú fengið draum sinn uppfylltan, að sameinast skapara sínum og munum við hér á jörðu örugglega njóta verka hans áfram efra. Um leið og ég óska landsmönnum gleðilegra páska, það sem eftir lifir af þeim, birti ég hér friðarbæn heilags Frans sem vor fallni páfi hefur örugglega tileinkað sér. Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þínsÞar sem hatur ríkir, láttu mig bera kærleika,Þar sem móðgun ríkir, fyrirgefningu,Þar sem sundrung ríkir, einingu,Þar sem villur ríkja, sannleikaÞar sem efasemdir ríkja, trú,Þar sem örvænting ríkir, von,Þar sem myrkur ríkir, ljós,Þar sem sorg ríkir, gleði. Drottinn, lát mig frekar leita þessað hugga en að hljóta huggun,að skilja en að vera skilinn,að elska en að vera elskaður. Því að í því að gefa öðlast maður,í því að gleyma sjálfum sér finnur maður sjálfan sig,í því að fyrirgefa er okkur fyrirgefið,og í því að deyja fæðumst við til eilífs lífs. Amen. Höfundur er kaþólskur dýraverndunarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Páfagarður Andlát Frans páfa Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Séra Jorge Mario Bergoglio er allur í jarðvist sinni. Fæddur 17. des. 1936 í Argentínu. Kjörinn páfi 13. mars 2013. Ég, sem kaþólikki, fagnaði því mjög þegar hann tók við embætti páfa og kenndi sig við heilagan Frans frá Assísi. Það þótti mér stórmannlegt. Frans frá Assísi er nefnilega verndardýrlingur dýra og náttúru. Skírnarnafn hans var Giovanni di Pietro di Bernardone f. 1811 d. 1226. Sérstaklega þótti mér merkilegt að Frans páfi skyldi vilja tileinka sér sömu viðhorf til alls dýralífs og heilagur Frans hafði gert. Um heilagan Frans er til mikið af heimildum og vert er að gefa því gaum að til þess að komast í dýrlingatölu inn kaþólsku kirkjunnar þarf viðkomandi að hafa uppfyllt mörg og ströng skilyrði. Kirkjan ákvað að gera sinn mann að dýrlingi árið 1228 í valdatíð Gregoríusar IX páfa. Því fagnaði ég því mikið þegar hinn fallni páfi ákvað að kenna sig við heilagan Frans. Það fór heldur ekki á milli mála að í starfi sínu sem páfi lagði hann ríka áherslu að fylgja eftir, í orði og verki, því sem heilagur Frans tileinkaði sér. Heilögum Frans var það metnaður að hafna auði og munaði en hann var sonur auðugs kaupmanns. Hann kaus að lifa í fátækt og einlægri þjónustu við Guð. Það fólst því mikil dyggð í því af páfa að kenna sig við heilagan Frans. Ég sem kaþólikki hef fengið það staðfest frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi að kirkjan líti svo á að öll dýr hafi sál. Það hefur þá einföldu merkingu að hvernig sem það líf verður sem tekur við af jarðvistinni þá munum við hitta dýrin okkar aftur. Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir mjög marga. ,,Frans frá Assísí trúði því að öll sköpun Guðs væri heilög og að dýrin væru bræður og systur okkar í sköpuninni. Hann talaði gjarnan um „bróður sólar“ og „systur tungl“ og kallaði dýrin „bræður“ og „systur“. Hann leit ekki á menn sem yfirráðendur yfir náttúrunni, heldur sem hluta af henni, í samhljómi við dýr, jurtir, jörð og himin. Hann átti í persónulegum samskiptum við dýr — samkvæmt sögum og þjóðsögum — og sagði að dýrin lofuðu Guð á sinn hátt" (heimild ChatGpt) Af aðdáun við páfa og heilagan Frans hleypti ég af stokkunum fyrstu samkundu Alþjóðlegs dags dýra - World Animal Day 4. okt. fyrir nokkrum árum. Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hvar ég minntist heilags Frans og Frans páfa fyrir fjölmörgum. Mér þótti því mikilvægt, nú á öðrum degi stærstu trúarhátíðar kaþólskra, þegar þeir missa jarðneskan leiðtoga sinn, að minnast hans og tengingar hans við heilagan Frans og tengingar þess síðarnefnda við vernd dýra, sem hefur verið áhugamál hjá mér lengi. Frans páfi hefur nú fengið draum sinn uppfylltan, að sameinast skapara sínum og munum við hér á jörðu örugglega njóta verka hans áfram efra. Um leið og ég óska landsmönnum gleðilegra páska, það sem eftir lifir af þeim, birti ég hér friðarbæn heilags Frans sem vor fallni páfi hefur örugglega tileinkað sér. Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þínsÞar sem hatur ríkir, láttu mig bera kærleika,Þar sem móðgun ríkir, fyrirgefningu,Þar sem sundrung ríkir, einingu,Þar sem villur ríkja, sannleikaÞar sem efasemdir ríkja, trú,Þar sem örvænting ríkir, von,Þar sem myrkur ríkir, ljós,Þar sem sorg ríkir, gleði. Drottinn, lát mig frekar leita þessað hugga en að hljóta huggun,að skilja en að vera skilinn,að elska en að vera elskaður. Því að í því að gefa öðlast maður,í því að gleyma sjálfum sér finnur maður sjálfan sig,í því að fyrirgefa er okkur fyrirgefið,og í því að deyja fæðumst við til eilífs lífs. Amen. Höfundur er kaþólskur dýraverndunarsinni.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar