Körfubolti

Enduðu fimm­tán leikja taphrinu í úr­slita­keppni NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cade Cunningham átti mjög góðan leik í sigri Detroit Pistons á New York Knicks. Hann var sex ára þegar Detriot Pistons vann síðast leik í úrslitakeppni.
Cade Cunningham átti mjög góðan leik í sigri Detroit Pistons á New York Knicks. Hann var sex ára þegar Detriot Pistons vann síðast leik í úrslitakeppni. Getty/Al Bello/

Detriot Pistons jafnaði einvígi sitt á móti New York Knicks í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en félagið var búið að bíða eftir þessum sigri í sautján ár.

Detriot vann sex stiga sigur í New York, 100-94, og jafnaði metin í 1-1 en næstu tveir leikir fara síðan fram á heimavelli Detriot.

Detriot Pistons hafði fyrir þennan leik tapað fimmtán leikjum í röð í úrslitakeppni NBA sem er met. Liðið hafði tapað öllum leikjum sínum í úrslitakeppninni síðan í maí 2008.

Cade Cunningham var allt í öllu hjá Pistons með 33 stig og 12 fráköst.

Þýsku bakvörðurinn Dennis Schroder skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu á lokaspretti leiksins. Schroder kom með tuttugu stig og þrjá þrista inn af bekknum. Tobias Harris var síðan með fimmtán stig og þrettán fráköst.

Jalen Brunson skoraði 37 stig fyrir New York og Mikal Bridges var með 19 stig.

Los Angeles Clippers jafnaði líka einvígi sitt á móti Denver Nuggets með 105-102 sigri í Denver.

Kawhi Leonard var rosalegur með 39 stig en hann hitti úr 15 af 19 skotum sínum í leiknum. James Harden skoraði 18 stig og Ivica Zubac var með 16 stig og 12 fráköst.

Nikola Jokic var með enn eina þrennuna, 26 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki Denver. Jamal Murray skoraði 23 stig.

Næstu tveir leikir fara fram í Los Angeles.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×