Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar 22. apríl 2025 08:32 Það er aldrei einfalt eða auðvelt að tilkynna um ofbeldi gegn barni og þó að lögin segi með skýrum hætti að okkur beri að tilkynna ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá hika mörg við að tilkynna. Sum vona að þetta lagist án aðgerða, önnur vona að þetta sé bara óheppilegt tímabil og það sé engin þörf á að bregðast við, sum reyna að ræða við gerendur ofbeldisins í stað þess að tilkynna og sum horfa einfaldlega í hina áttina. Ég veit að þetta er óþægilegt. Ég veit að fólk hefur áhyggjur af því að hafa rangt fyrir sér, áhyggjur af því að rugga bátnum, áhyggjur af því að missa tengsl við ættinga og vini og mörg óttast að vekja reiði og verða jafnvel sjálf fyrir ofbeldi. Það er óþægilegt. Hvað ef við erum að lesa rangt í aðstæður og frændi okkar hættir að tala við okkur, ef systir okkur reiðist okkur og gamall vinur kallar okkur öllum illum nöfnum á Facebook? Það er óþægilegt. Þessi óþægindi eru samt smávægileg í samanburði við það sem barn sem býr við ofbeldi gengur í gegnum, dag eftir dag. Þegar við forðumst þessi óþægindi til að hlífa okkar eigin tilfinningum þá erum við að forgangsraða okkar eigin þægindum fram yfir öryggi barns sem þarf á okkur að halda. Samkvæmt barnaverndarlögum er ábyrgðin skýr og öryggi barna vegur þyngra en okkar eigin dúnmjúki og öruggi þægindarammi. Það á ekki að vera þægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni. Þögnin verndar ekki börn Íslensk lög eru skýr: ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, búi við vanrækslu eða sýni af sér áhættuhegðun þá eigum við að tilkynna það til barnaverndar. Þetta á við um okkur öll og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ástæða sé til að tilkynna, þá er ástæða til að ræða málið og skoða það nánar. Við eigum oft erfitt með að átta okkur á því hvað það er sem er tilkynningarskylt, en það er alveg skýrt að við eigum aldrei að hunsa rauðu flöggin. Rauðu flöggin birtast stundum í ónotatilfinningu sem við eigum erfitt með að staðsetja, en um leið og við erum farin að velta því fyrir okkur í hljóði hvort að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá er það rautt flagg sem við verðum að skoða nánar. Ef við erum farin að orða það upphátt við okkar nánasta fólk að okkur grunar að eitthvað sé ekki í lagi, þá er það rautt flagg og við verðum að bregðast við. Í hvert sinn sem við grípum ekki inn þegar okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi sendum við barninu þau ómeðvituðu skilaboð að því beri að þegja, að það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt og við segjum þeim að enginn fullorðinn sjái eða vilji sjá. Þannig sendum við þeim sömu skilaboð og ofbeldismaðurinn sendir þeim. Rannsóknir sýna því miður að börn sem búa við ofbeldi segja alltof sjaldan sjálf frá og oft reyna þau að fela ofbeldið og þær aðstæður sem þau búa við. Ástæður þess að börn segja ekki frá eru margvíslegar og oft á tíðum mjög flóknar. Þau kunna að telja að ofbeldið sé ekki nægilega alvarlegt eða þau gætu skammast sín og talið sig bera ábyrgð á ofbeldinu. Sum óttast afleiðingar þess að segja frá fyrir sig eða geranda sinn eða skortir orðaforða til að lýsa reynslu sinni. Önnur átta sig ekki á því að það sem þau eru að upplifa sé ofbeldi. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við séum vakandi fyrir merkjum um ofbeldi og bregðumst við, því ábyrgðin er okkar – aldrei þeirra. Við þurfum líka að átta okkur á því að tilkynning til barnaverndar er ekki sakfelling eða ásökun í þeim skilningi að það þýði endilega að þau sem eru tilkynnt séu ofbeldisfólk eða séu að vanrækja barnið sitt með vilja. Tilkynning er einfaldlega ákall um mat á stöðu barns og felur í sér traust á að fagfólk barnaverndar meti stöðuna og grípi til viðeigandi aðgerða ef þörf krefur. Stundum þurfum við stuðning til að annast börnin okkar betur, og það er allt í lagi. Verum vakandi í sumar – ábyrgðin er okkar Nú þegar styttist í sumarfrí skólanna er sérstaklega mikilvægt að minna okkur á að vera vakandi fyrir einkennum ofbeldis meðal barna. Starfsfólk leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki í frístund og starfsfólk lögreglu eru meðal helstu tilkynnenda til barnaverndar en yfir sumartímann er starfsemi skóla og frístundar skert sem felur í sér að mörg þeirra sem eru venjulega í daglegum tengslum við börn sjá þau ekki svo vikum skiptir. Það verður oft fækkun á tilkynningum yfir sumartímann sem er því miður ekki vísbending um að ofbeldisatvikum fækki heldur er það vegna þess að þau sem venjulega grípa inn eru flest í sumarfríi. Þá skiptir öllu máli að við hin, hver sem við erum og hvar sem við erum, bregðumst við ef við verðum vör við eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem vekur hjá okkur grun um ofbeldi. Þó að skólarnir fari í frí, þá verður ekkert frí hjá barni sem býr við ofbeldi. Þín tilkynning getur skipt sköpum Tilkynningarskyldan gildir jafnt um almenna borgara sem og fagfólk, og á ekki að vera háð því hvort viðkomandi hafi fyrir því ótvíræðar sannanir eða ekki að ofbeldi hafi átt sér stað. Tilkynningarskyldan á að vera hluti af því samfélagi sem við viljum byggja og búa í, samfélagi þar sem öryggi barna vegur þyngra en óþægindi okkar fullorðnu. Við þurfum að efla þekkingu á því hvenær og hvernig á að tilkynna. Við þurfum að þjálfa okkur í því að þora að bregðast við þó það sé óþægilegt og erfitt. Þú þarft ekki að vera viss, þú þarft ekki að hafa sannanir og þú þarft ekki að vera sérfræðingur í ofbeldisforvörnum eða barnavernd til að bregðast við og tilkynna. Ef þú hefur áhyggjur af barni, ert óviss og veist ekki hvað er best að gera þá geturðu haft samband við barnaverndarþjónustu í þínu sveitarfélagi, við Barna- og fjölskyldustofu eða Barnahús og fengið ráðgjöf. Það er óþægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni, en þín tilkynning getur skipt sköpum í lífi barns. Tilkynnum einu sinni of oft frekar en einu sinni of sjaldan. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er aldrei einfalt eða auðvelt að tilkynna um ofbeldi gegn barni og þó að lögin segi með skýrum hætti að okkur beri að tilkynna ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá hika mörg við að tilkynna. Sum vona að þetta lagist án aðgerða, önnur vona að þetta sé bara óheppilegt tímabil og það sé engin þörf á að bregðast við, sum reyna að ræða við gerendur ofbeldisins í stað þess að tilkynna og sum horfa einfaldlega í hina áttina. Ég veit að þetta er óþægilegt. Ég veit að fólk hefur áhyggjur af því að hafa rangt fyrir sér, áhyggjur af því að rugga bátnum, áhyggjur af því að missa tengsl við ættinga og vini og mörg óttast að vekja reiði og verða jafnvel sjálf fyrir ofbeldi. Það er óþægilegt. Hvað ef við erum að lesa rangt í aðstæður og frændi okkar hættir að tala við okkur, ef systir okkur reiðist okkur og gamall vinur kallar okkur öllum illum nöfnum á Facebook? Það er óþægilegt. Þessi óþægindi eru samt smávægileg í samanburði við það sem barn sem býr við ofbeldi gengur í gegnum, dag eftir dag. Þegar við forðumst þessi óþægindi til að hlífa okkar eigin tilfinningum þá erum við að forgangsraða okkar eigin þægindum fram yfir öryggi barns sem þarf á okkur að halda. Samkvæmt barnaverndarlögum er ábyrgðin skýr og öryggi barna vegur þyngra en okkar eigin dúnmjúki og öruggi þægindarammi. Það á ekki að vera þægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni. Þögnin verndar ekki börn Íslensk lög eru skýr: ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, búi við vanrækslu eða sýni af sér áhættuhegðun þá eigum við að tilkynna það til barnaverndar. Þetta á við um okkur öll og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ástæða sé til að tilkynna, þá er ástæða til að ræða málið og skoða það nánar. Við eigum oft erfitt með að átta okkur á því hvað það er sem er tilkynningarskylt, en það er alveg skýrt að við eigum aldrei að hunsa rauðu flöggin. Rauðu flöggin birtast stundum í ónotatilfinningu sem við eigum erfitt með að staðsetja, en um leið og við erum farin að velta því fyrir okkur í hljóði hvort að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá er það rautt flagg sem við verðum að skoða nánar. Ef við erum farin að orða það upphátt við okkar nánasta fólk að okkur grunar að eitthvað sé ekki í lagi, þá er það rautt flagg og við verðum að bregðast við. Í hvert sinn sem við grípum ekki inn þegar okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi sendum við barninu þau ómeðvituðu skilaboð að því beri að þegja, að það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt og við segjum þeim að enginn fullorðinn sjái eða vilji sjá. Þannig sendum við þeim sömu skilaboð og ofbeldismaðurinn sendir þeim. Rannsóknir sýna því miður að börn sem búa við ofbeldi segja alltof sjaldan sjálf frá og oft reyna þau að fela ofbeldið og þær aðstæður sem þau búa við. Ástæður þess að börn segja ekki frá eru margvíslegar og oft á tíðum mjög flóknar. Þau kunna að telja að ofbeldið sé ekki nægilega alvarlegt eða þau gætu skammast sín og talið sig bera ábyrgð á ofbeldinu. Sum óttast afleiðingar þess að segja frá fyrir sig eða geranda sinn eða skortir orðaforða til að lýsa reynslu sinni. Önnur átta sig ekki á því að það sem þau eru að upplifa sé ofbeldi. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við séum vakandi fyrir merkjum um ofbeldi og bregðumst við, því ábyrgðin er okkar – aldrei þeirra. Við þurfum líka að átta okkur á því að tilkynning til barnaverndar er ekki sakfelling eða ásökun í þeim skilningi að það þýði endilega að þau sem eru tilkynnt séu ofbeldisfólk eða séu að vanrækja barnið sitt með vilja. Tilkynning er einfaldlega ákall um mat á stöðu barns og felur í sér traust á að fagfólk barnaverndar meti stöðuna og grípi til viðeigandi aðgerða ef þörf krefur. Stundum þurfum við stuðning til að annast börnin okkar betur, og það er allt í lagi. Verum vakandi í sumar – ábyrgðin er okkar Nú þegar styttist í sumarfrí skólanna er sérstaklega mikilvægt að minna okkur á að vera vakandi fyrir einkennum ofbeldis meðal barna. Starfsfólk leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki í frístund og starfsfólk lögreglu eru meðal helstu tilkynnenda til barnaverndar en yfir sumartímann er starfsemi skóla og frístundar skert sem felur í sér að mörg þeirra sem eru venjulega í daglegum tengslum við börn sjá þau ekki svo vikum skiptir. Það verður oft fækkun á tilkynningum yfir sumartímann sem er því miður ekki vísbending um að ofbeldisatvikum fækki heldur er það vegna þess að þau sem venjulega grípa inn eru flest í sumarfríi. Þá skiptir öllu máli að við hin, hver sem við erum og hvar sem við erum, bregðumst við ef við verðum vör við eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem vekur hjá okkur grun um ofbeldi. Þó að skólarnir fari í frí, þá verður ekkert frí hjá barni sem býr við ofbeldi. Þín tilkynning getur skipt sköpum Tilkynningarskyldan gildir jafnt um almenna borgara sem og fagfólk, og á ekki að vera háð því hvort viðkomandi hafi fyrir því ótvíræðar sannanir eða ekki að ofbeldi hafi átt sér stað. Tilkynningarskyldan á að vera hluti af því samfélagi sem við viljum byggja og búa í, samfélagi þar sem öryggi barna vegur þyngra en óþægindi okkar fullorðnu. Við þurfum að efla þekkingu á því hvenær og hvernig á að tilkynna. Við þurfum að þjálfa okkur í því að þora að bregðast við þó það sé óþægilegt og erfitt. Þú þarft ekki að vera viss, þú þarft ekki að hafa sannanir og þú þarft ekki að vera sérfræðingur í ofbeldisforvörnum eða barnavernd til að bregðast við og tilkynna. Ef þú hefur áhyggjur af barni, ert óviss og veist ekki hvað er best að gera þá geturðu haft samband við barnaverndarþjónustu í þínu sveitarfélagi, við Barna- og fjölskyldustofu eða Barnahús og fengið ráðgjöf. Það er óþægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni, en þín tilkynning getur skipt sköpum í lífi barns. Tilkynnum einu sinni of oft frekar en einu sinni of sjaldan. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun