Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 14:27 Teikning listamanns af reikistjörnunni BD+05 4868 Ab. Hún skilur eftir sig margra milljón kílómetra langan hala þegar hún gufar upp í hitanum frá móðurstjörnunni. Talið er að stærð reikistjörnunnar sé einhvers staðar á milli Merkúríusar og tunglsins okkar. Jose-Luis Olivares, MIT Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. Reikistjarnan BD+05 4868 Ab er smám saman að leysast upp í öreindir á þéttri braut sinni um móðurstjörnuna sem er appelsínugulur dvergur, sólstjarna með um 70 prósent af massa sólarinnar okkar og fimmtung af birtu hennar. Aðeins fjórar fjarreikistjörnur hafa nokkru sinni fundist sem eru að gufa upp á þennan hátt. Talið er að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar sé um 1.600°C og að það sé þess vegna fljótandi bergbráð, að því er segir í frétt Reuters. Hún tapi um það bil massa Everest-fjalls á hverju ári sem myndi um það bil níu kílómetra langan hala á braut um stjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu reikistjörnuna telja að hún hverfi á næstu milljón árunum, því næst sem augnabliki á stjarnfræðilegan mælikvarða. Reikistjarnan er um 140 ljósár frá jörðinni í stjörnumerkinu Vængfáknum. Umferðartími hennar um stjörnuna er 30,5 klukkutímar en sporbrautin er tuttugu sinnum nær stjörnunni en braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, um sólina. Óljóst er hvers vegna reikistjarnan gengur svo þétt um móðurstjörnu sína en engin merki hafa fundist um að sporbraut hennar fari hnignandi. Mögulegt er talið að reikistjarnan hafi upphaflega myndast fjær stjörnunni en síðan færst nær fyrir þyngdaráhrif annarrar reikistjörnu eða annars fyrirbæris. Hver sem ástæðan er veitir dauðastríð reikistjörnunnar vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka bergreikistjörnur og innviði þeirra. Erfitt er að rannsaka efnasamsetningu reikistjarna úr fjarlægð, jafnvel í okkar eigin sólkerfi. Það auðveldar leikinn umtalsvert þegar iður reikistjörnunnar streyma út í geiminn. Gera efnagreint reikistjörnuna með beinum hætti Marc Hon, nýdoktor við MIT-háskóla í Bandaríkjunum og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters, segir að halinn sem reikistjarnan skilur eftir sig geti innihaldið efni úr skorpu, möttli eða jafnvel kjarna hennar. Stefnt er að því að nota James Webb-geimsjónaukann til þess að reyna að efnagreina halann og þar með samsetningu reikistjörnunnar. „Þetta er sannarlega einstakt tækifæri fyrir fjarreikistjörnujarðfræði og til þess að skilja fjölbreytileika og mögulega lífvænleika bergreikistjarna utan sólkerfisins okkar,“ segir Hon. Við leit að merkjum um líf eða lífvænlegar aðstæður í alheiminum beina stjörnufræðingar fyrst og fremst sjónum sínum að bergreikistjörnum sem eru í svonefndu lífbelti í kringum móðurstjörnur. Lífbelti er skilgreint sem það svæði þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu en það er talið grunnforsenda lífs eins og við þekkjum það. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Reikistjarnan BD+05 4868 Ab er smám saman að leysast upp í öreindir á þéttri braut sinni um móðurstjörnuna sem er appelsínugulur dvergur, sólstjarna með um 70 prósent af massa sólarinnar okkar og fimmtung af birtu hennar. Aðeins fjórar fjarreikistjörnur hafa nokkru sinni fundist sem eru að gufa upp á þennan hátt. Talið er að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar sé um 1.600°C og að það sé þess vegna fljótandi bergbráð, að því er segir í frétt Reuters. Hún tapi um það bil massa Everest-fjalls á hverju ári sem myndi um það bil níu kílómetra langan hala á braut um stjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu reikistjörnuna telja að hún hverfi á næstu milljón árunum, því næst sem augnabliki á stjarnfræðilegan mælikvarða. Reikistjarnan er um 140 ljósár frá jörðinni í stjörnumerkinu Vængfáknum. Umferðartími hennar um stjörnuna er 30,5 klukkutímar en sporbrautin er tuttugu sinnum nær stjörnunni en braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, um sólina. Óljóst er hvers vegna reikistjarnan gengur svo þétt um móðurstjörnu sína en engin merki hafa fundist um að sporbraut hennar fari hnignandi. Mögulegt er talið að reikistjarnan hafi upphaflega myndast fjær stjörnunni en síðan færst nær fyrir þyngdaráhrif annarrar reikistjörnu eða annars fyrirbæris. Hver sem ástæðan er veitir dauðastríð reikistjörnunnar vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka bergreikistjörnur og innviði þeirra. Erfitt er að rannsaka efnasamsetningu reikistjarna úr fjarlægð, jafnvel í okkar eigin sólkerfi. Það auðveldar leikinn umtalsvert þegar iður reikistjörnunnar streyma út í geiminn. Gera efnagreint reikistjörnuna með beinum hætti Marc Hon, nýdoktor við MIT-háskóla í Bandaríkjunum og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters, segir að halinn sem reikistjarnan skilur eftir sig geti innihaldið efni úr skorpu, möttli eða jafnvel kjarna hennar. Stefnt er að því að nota James Webb-geimsjónaukann til þess að reyna að efnagreina halann og þar með samsetningu reikistjörnunnar. „Þetta er sannarlega einstakt tækifæri fyrir fjarreikistjörnujarðfræði og til þess að skilja fjölbreytileika og mögulega lífvænleika bergreikistjarna utan sólkerfisins okkar,“ segir Hon. Við leit að merkjum um líf eða lífvænlegar aðstæður í alheiminum beina stjörnufræðingar fyrst og fremst sjónum sínum að bergreikistjörnum sem eru í svonefndu lífbelti í kringum móðurstjörnur. Lífbelti er skilgreint sem það svæði þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu en það er talið grunnforsenda lífs eins og við þekkjum það.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira