Sport

„Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Óli Valur Ómarsson átti góðan leik í kvöld.
Óli Valur Ómarsson átti góðan leik í kvöld. Breiðablik

Óli Valur Ómarsson var að vonum kampa kátur með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld en Breiðablik skoraði sigurmarkið í uppbótartíma til þess að tryggja sér 2-1 sigur.

„Það var virkilega sætt. Við vorum búnir að vera í færum nær allan leikinn og loksins datt það sem var mjög gott“ Sagði Óli Valur Ómarsson leikmaður Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik fengu þó nokkur færi í leiknum og oftar en ekki var Óli Valur eitthvað viðlogandi þau færi og var honum mjög létt að sjá sigurmark Höskuldar Gunnlaugssonar alveg í restina.

„Ekkert eðlilega létt. Þetta var þreyttur dagur, við náðum bara ekki að skora. Ég veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna. Við áttum það eiginlega bara skilið að hann myndi loksins leka inn“

Óli Valur var að mæta sínum gömlu félögum og sínu uppeldisfélagi en nálgaðist hann þó bara eins og hvern annan leik.

„Ég vissi af þessum leik og var mjög spenntur fyrir honum en þetta er samt bara fótboltaleikur. Ég kom bara inn í þetta eins og alla aðra leiki“

„Ég vissi hvernig þeir hreyfa sig og hvað þeir vildu gera. Ekkert meira en það“

Eftir svekkjandi tap í síðustu umferð var mikilvægt að svara því með góðum sigri í kvöld.

„Mjög mikilvægt. Við fengum skell á móti Fram og við ætluðum okkur bara að vinna og gerðum það“ sagði Óli Valur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×