Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 09:34 Drengur er sprautaður með MMR-bóluefninu sem veitir vörn gegn mislingum í Texas þar sem mannskæður faraldur hefur geisað undnafarna mánuði. Vísir/EPA Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar.
Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira