Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Sindri Sverrisson skrifar 25. apríl 2025 16:32 Lárus Guðmundsson varð þýskur bikarmeistari með Uerdingen, fyrir fjörutíu árum síðan. Getty/Otto Werner Þýska knattspyrnufélagið KFC Uerdingen, sem hét Bayer Uerdingen þegar það var í hópi bestu liða Þýskalands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í þýskum miðlum, til að mynda í Augsburger Allgemeine sem segir að þetta sé í fimmta sinn í sögu félagsins sem það sé tekið til gjaldþrotaskipta og að margt bendi til að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að blása lífi í það. Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu á níunda áratug síðustu aldar þegar liðið náði sínum besta árangri. Þeir fóru meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1986, eftir eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í 8-liða úrslitum þar sem Uerdingen tapaði 2-0 á útivelli gegn Dynamo Dresden og lenti 3-1 undir í fyrri hálfleik í seinni leiknum, var því samtals 5-1 undir í einvíginu, en vann einvígið samtals 7-5. Lárus var einnig í liðinu sem hafði orðið þýskur bikarmeistari árið áður, með 2-1 sigri gegn FC Bayern í úrslitaleik. Hann lék með Uerdingen árin 1984-87 og Atli á árunum 1985-88. Fjöldi Íslendinga lék einnig með liðinu í kringum aldamótin þegar það var ekki lengur í efstu deild. Mikil óreiða hefur verið í fjármálum Uerdingen síðustu ár og samkvæmt frétt Augsburger Allgemeine má segja að félagið hafi verið á niðurleið frá því að lyfjarisinn Bayer Group sleit sig frá félaginu árið 1995, til að einbeita sér að Leverkusen. Uerdingen hefur nú verið úrskurðað tap í öllum leikjum liðsins sem spilaði í vetur í einni af svæðisdeildum D-deildarinnar, Regionalliga West. Það hefur jafnframt í för með sér að nágrannar þeira í MSV Duisburg hafa þar með tryggt sér sigur í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira
Þetta kemur fram í þýskum miðlum, til að mynda í Augsburger Allgemeine sem segir að þetta sé í fimmta sinn í sögu félagsins sem það sé tekið til gjaldþrotaskipta og að margt bendi til að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að blása lífi í það. Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu á níunda áratug síðustu aldar þegar liðið náði sínum besta árangri. Þeir fóru meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1986, eftir eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í 8-liða úrslitum þar sem Uerdingen tapaði 2-0 á útivelli gegn Dynamo Dresden og lenti 3-1 undir í fyrri hálfleik í seinni leiknum, var því samtals 5-1 undir í einvíginu, en vann einvígið samtals 7-5. Lárus var einnig í liðinu sem hafði orðið þýskur bikarmeistari árið áður, með 2-1 sigri gegn FC Bayern í úrslitaleik. Hann lék með Uerdingen árin 1984-87 og Atli á árunum 1985-88. Fjöldi Íslendinga lék einnig með liðinu í kringum aldamótin þegar það var ekki lengur í efstu deild. Mikil óreiða hefur verið í fjármálum Uerdingen síðustu ár og samkvæmt frétt Augsburger Allgemeine má segja að félagið hafi verið á niðurleið frá því að lyfjarisinn Bayer Group sleit sig frá félaginu árið 1995, til að einbeita sér að Leverkusen. Uerdingen hefur nú verið úrskurðað tap í öllum leikjum liðsins sem spilaði í vetur í einni af svæðisdeildum D-deildarinnar, Regionalliga West. Það hefur jafnframt í för með sér að nágrannar þeira í MSV Duisburg hafa þar með tryggt sér sigur í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira