„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 09:33 Bjarki Gunnlaugsson og Kormákur Geirharðsson rifja hér upp Domo ævinýrið og þeir gátu hlegið af þessu öllu saman næstum því tuttugu árum síðar. S2 Sport Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl. A&B Veitingastaðir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl.
A&B Veitingastaðir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira