A&B

„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið.

„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“
Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti.

Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins
Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann.

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna.

Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997
Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma.

Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró
„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“
„Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti.