Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 12:03 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“
Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira