Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 12:03 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira