Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 19:31 Jens-Frederik Nielsen, nýr landstjóri Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. „Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
„Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira