Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2025 13:34 Hvorki Icelandair né Play reiknar með truflunum á flugáætlun vegna rafmagnsleysis. Vísir/Vilhelm Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Víðtækt rafmagnsleysi hefur valdið usla á Spáni og í Portúgal síðan í morgun en tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Flugvellir keyrðir á varaafli Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti flugvél félagsins á flugvellinum í Barselóna á Spáni upp úr hádegi. Flugvöllurinn sé keyrður á varaafli og rafmagnsleysið hafi ekki haft áhrif á áætlun félagsins. Reiknað sé með því að flugvélinni verði flogið frá flugvellinum laust fyrir klukkan 14 og það sé eina ferðin á áætlun til eða frá Íberíuskaganum í dag. Hann segir þó að félagið muni fylgast með stöðunni. Hlutir geti breyst Flugfélagið Play er með þrjár flugferðir á áætlun á Íberíuskaga í dag, til Barselóna og Madrídar á Spáni og Lissabon í Portúgal nú síðdegis og gert er ráð fyrir að flugvélunum verði lent aftur á Keflavíkurflugvelli laust upp úr klukkan 01 í nótt. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við Vísi að eins og er sé allt flug á áætlun. Hann segir þó að rafmagnsleysi geti haft áhrif á áætlanir flugfélaga og hvetur því farþega til þess að fylgjast vel með tilkynningum frá félaginu. Play Icelandair Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi hefur valdið usla á Spáni og í Portúgal síðan í morgun en tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Flugvellir keyrðir á varaafli Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti flugvél félagsins á flugvellinum í Barselóna á Spáni upp úr hádegi. Flugvöllurinn sé keyrður á varaafli og rafmagnsleysið hafi ekki haft áhrif á áætlun félagsins. Reiknað sé með því að flugvélinni verði flogið frá flugvellinum laust fyrir klukkan 14 og það sé eina ferðin á áætlun til eða frá Íberíuskaganum í dag. Hann segir þó að félagið muni fylgast með stöðunni. Hlutir geti breyst Flugfélagið Play er með þrjár flugferðir á áætlun á Íberíuskaga í dag, til Barselóna og Madrídar á Spáni og Lissabon í Portúgal nú síðdegis og gert er ráð fyrir að flugvélunum verði lent aftur á Keflavíkurflugvelli laust upp úr klukkan 01 í nótt. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við Vísi að eins og er sé allt flug á áætlun. Hann segir þó að rafmagnsleysi geti haft áhrif á áætlanir flugfélaga og hvetur því farþega til þess að fylgjast vel með tilkynningum frá félaginu.
Play Icelandair Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira