„Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2025 20:14 Bjarki Björn í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Lýður Bjarki Björn Gunnarsson var maður leiksins þegar ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Bestu deildinni. Bjarki Björn skoraði frábært mark og sagði fólk vera farið að átta sig á að Eyjaliðið væri hörkulið. Bjarki Björn átti frábæran leik fyrir ÍBV í dag og hann sagði sigurinn hafa verið mjög mikilvægan. „Mjög mikilvægur, bæði að sýna að við getum gert þetta á gervigrasinu og að við erum með hörkulið. Síðan hefur útivöllurinn verið erfiður á síðustu árum. Risastórt að fá þrjú stig hér á útivelli í Garðabænum,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. ÍBV hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum og höfðu einhverjir haft á orði að aðstæður þar hefði hjálpað liðinu, nokkuð þungur grasvöllur og erfiðar aðstæður. Bjarki sagði mikilvægt fyrir Eyjamenn að sýna að liðið sé meira en bara það. „Ég held það. Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið en mikilvægt að við getum gert þetta líka á gervigrasinu. Ég held að fólk sé alveg farið að átta sig á því að við erum með hörkulið.“ Undirbúningstímabil ÍBV gekk upp og ofan og var Eyjaliðinu spáð falli af flestum ef ekki öllum sérfræðingum fyrir mótið. „Þetta var erfiður vetur og við vorum að fá mikið af nýjum mönnum. Undirbúningstímabilið, hreint út sagt, gekk ekki nógu vel og menn voru svolítið svartsýnir fyrir tímabilið. Það er stígandi í þessu og auðvitað hörkustemmning núna.“ Eins og áður segir átti Bjarki Björn frábæran leik í kvöld. Hann skoraði frábært mark og fíflaði Stjörnumenn hvað eftir annað. „Það gekk vel, maður komst í eitthvað „flow“, maður byrjaði strax vel. Ég komst strax inn í leikinn og tók þetta þaðan.“ Hefur þú skorað flottara mark? „Já, ég á nokkur“ Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Bjarki Björn átti frábæran leik fyrir ÍBV í dag og hann sagði sigurinn hafa verið mjög mikilvægan. „Mjög mikilvægur, bæði að sýna að við getum gert þetta á gervigrasinu og að við erum með hörkulið. Síðan hefur útivöllurinn verið erfiður á síðustu árum. Risastórt að fá þrjú stig hér á útivelli í Garðabænum,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. ÍBV hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum og höfðu einhverjir haft á orði að aðstæður þar hefði hjálpað liðinu, nokkuð þungur grasvöllur og erfiðar aðstæður. Bjarki sagði mikilvægt fyrir Eyjamenn að sýna að liðið sé meira en bara það. „Ég held það. Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið en mikilvægt að við getum gert þetta líka á gervigrasinu. Ég held að fólk sé alveg farið að átta sig á því að við erum með hörkulið.“ Undirbúningstímabil ÍBV gekk upp og ofan og var Eyjaliðinu spáð falli af flestum ef ekki öllum sérfræðingum fyrir mótið. „Þetta var erfiður vetur og við vorum að fá mikið af nýjum mönnum. Undirbúningstímabilið, hreint út sagt, gekk ekki nógu vel og menn voru svolítið svartsýnir fyrir tímabilið. Það er stígandi í þessu og auðvitað hörkustemmning núna.“ Eins og áður segir átti Bjarki Björn frábæran leik í kvöld. Hann skoraði frábært mark og fíflaði Stjörnumenn hvað eftir annað. „Það gekk vel, maður komst í eitthvað „flow“, maður byrjaði strax vel. Ég komst strax inn í leikinn og tók þetta þaðan.“ Hefur þú skorað flottara mark? „Já, ég á nokkur“
Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira