Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar 2. maí 2025 15:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar