Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 16:09 Menn að störfum í Saporisjía eftir árásir Rússa í nótt. AP/Kateryna Klochko Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. Í einu slíku tilfelli, í febrúar, gekk kona að útisvæði veitingastaðar í Mykolaiv þar sem úkraínskir hermenn í hádegishléi stóðu saman. Hún lagði tösku við hlið hermannanna en skömmu eftir það sprakk sprengja í töskunni í loft upp. Konan lét lífið og þrír hermannanna gerðu það einnig. Fjallað er um þessa viðleitni Rússa til að valda usla og mannskaða í Úkraínu í ítarlegri grein New Lines Magazine. Þar kemur fram að áðurnefndir útsendarar, sem höfðu sagt konunni að hún væri að flytja peninga í tösku, sprengdu sprengjuna þegar þeir sáu að hún var komin á leiðarenda. Áróðursmaskínur Rússa fóru á yfirsnúning eftir árásina og héldu því fram að konan hefði myrt hermennina, sem sagðir voru starfa við að kveðja menn í úkraínska herinn, í hefndarskyni vegna dauða sonar hennar á víglínunni. Hið rétta er að hermennirnir unnu ekki við herkvaðningu heldur störfuðu þeir við að finna jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Konan, sem var 42 ára gömul, átti ekki son sem hafði fallið í átökum heldur hafði hún skilið ungt barn, hennar eina, eftir á gistiheimili nærri kaffihúsinu. Bjóða fólki peninga fyrir auðveld verkefni Rússneskir útsendarar höfðu átt í samskiptum við konuna á samfélagsmiðlinum Telegram og beðið hana um að koma töskunni áleiðis í skiptum fyrir peninga. Í töskunni var þó sprengja, eins og áður hefur komið fram, en hún var smíðuð af tveimur úkraínskum táningum. Þeir voru fjórtán og sautján ára gamlir og höfðu smíðað sprengjuna eftir leiðbeiningum frá Rússlandi. Í mars átti sér stað annað sambærilegt atvik þegar tveir aðrir táningar, fimmtán og sautján ára gamlir, voru á gangi nærri lestarstöð í borginni Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu. Þá sprakk sprengja sem þeir voru að flytja svo sá eldri lést og hinn særðist alvarlega. Sprengjan sem þeir höfðu einnig smíðað með leiðsögn frá Rússlandi og höfðu þeir komið GPS-tæki fyrir í henni svo rússnesku útsendararnir gátu sprengt hana þegar þeir sáu að hún var komin á réttan stað. Drengirnir áttu að fá fúlgur fjár fyrir að smíða sprengjuna og koma henni fyrir. Úkraínumenn segja tilfellum sem þessum hafa farið fjölgandi og eru starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu farnir að halda fyrirlestra í skólum þar í landi og vara ungmenni við gylliboðum frá fólki á Telegram. Hótuðu að birta myndir af fjórtán ára stúlku Það eru þó ekki bara gylliboð sem eru notuð til að fá úkraínskt fólk til voðaverka. Í einu tilfelli brutu rússneskir hakkarar sér inn í síma fjórtán ára stúlku og hótuðu að birta myndir af henni sem þeir fundu þar, ef hún færi ekki eftir skipunum þeirra. Þeir létu hana smíða sprengju og fara með hana á lögreglustöð í heimabæ hennar. Þar var hún þó gómuð og engan sakaði. Sprengjuárásir þessar hafa að miklu leyti beinst að skrifstofum hersins þar sem herkvaðning fer fram en herkvaðning í Úkraínu hefur lengi verið óvinsæl. Átján til sextíu ára gömlum mönnum hefur verið meinað að fara frá Úkraínu en 25 til sextíu ára menn eru kvaddir í herinn. Skemmdarverk og banatilræði í Evrópu Rússar hafa einnig verið duglegir við árásir og skemmdarverk annars staðar í Evrópu að undanförnu. Meðal annars hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um að koma eldsprengjum fyrir í flugvélum og að reyna að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum. Fregnir hafa borist af því að sérstök séraðgerðasveit hafi verið stofnuð sem hafi þau meginverkefni að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu og að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Í einu slíku tilfelli, í febrúar, gekk kona að útisvæði veitingastaðar í Mykolaiv þar sem úkraínskir hermenn í hádegishléi stóðu saman. Hún lagði tösku við hlið hermannanna en skömmu eftir það sprakk sprengja í töskunni í loft upp. Konan lét lífið og þrír hermannanna gerðu það einnig. Fjallað er um þessa viðleitni Rússa til að valda usla og mannskaða í Úkraínu í ítarlegri grein New Lines Magazine. Þar kemur fram að áðurnefndir útsendarar, sem höfðu sagt konunni að hún væri að flytja peninga í tösku, sprengdu sprengjuna þegar þeir sáu að hún var komin á leiðarenda. Áróðursmaskínur Rússa fóru á yfirsnúning eftir árásina og héldu því fram að konan hefði myrt hermennina, sem sagðir voru starfa við að kveðja menn í úkraínska herinn, í hefndarskyni vegna dauða sonar hennar á víglínunni. Hið rétta er að hermennirnir unnu ekki við herkvaðningu heldur störfuðu þeir við að finna jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Konan, sem var 42 ára gömul, átti ekki son sem hafði fallið í átökum heldur hafði hún skilið ungt barn, hennar eina, eftir á gistiheimili nærri kaffihúsinu. Bjóða fólki peninga fyrir auðveld verkefni Rússneskir útsendarar höfðu átt í samskiptum við konuna á samfélagsmiðlinum Telegram og beðið hana um að koma töskunni áleiðis í skiptum fyrir peninga. Í töskunni var þó sprengja, eins og áður hefur komið fram, en hún var smíðuð af tveimur úkraínskum táningum. Þeir voru fjórtán og sautján ára gamlir og höfðu smíðað sprengjuna eftir leiðbeiningum frá Rússlandi. Í mars átti sér stað annað sambærilegt atvik þegar tveir aðrir táningar, fimmtán og sautján ára gamlir, voru á gangi nærri lestarstöð í borginni Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu. Þá sprakk sprengja sem þeir voru að flytja svo sá eldri lést og hinn særðist alvarlega. Sprengjan sem þeir höfðu einnig smíðað með leiðsögn frá Rússlandi og höfðu þeir komið GPS-tæki fyrir í henni svo rússnesku útsendararnir gátu sprengt hana þegar þeir sáu að hún var komin á réttan stað. Drengirnir áttu að fá fúlgur fjár fyrir að smíða sprengjuna og koma henni fyrir. Úkraínumenn segja tilfellum sem þessum hafa farið fjölgandi og eru starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu farnir að halda fyrirlestra í skólum þar í landi og vara ungmenni við gylliboðum frá fólki á Telegram. Hótuðu að birta myndir af fjórtán ára stúlku Það eru þó ekki bara gylliboð sem eru notuð til að fá úkraínskt fólk til voðaverka. Í einu tilfelli brutu rússneskir hakkarar sér inn í síma fjórtán ára stúlku og hótuðu að birta myndir af henni sem þeir fundu þar, ef hún færi ekki eftir skipunum þeirra. Þeir létu hana smíða sprengju og fara með hana á lögreglustöð í heimabæ hennar. Þar var hún þó gómuð og engan sakaði. Sprengjuárásir þessar hafa að miklu leyti beinst að skrifstofum hersins þar sem herkvaðning fer fram en herkvaðning í Úkraínu hefur lengi verið óvinsæl. Átján til sextíu ára gömlum mönnum hefur verið meinað að fara frá Úkraínu en 25 til sextíu ára menn eru kvaddir í herinn. Skemmdarverk og banatilræði í Evrópu Rússar hafa einnig verið duglegir við árásir og skemmdarverk annars staðar í Evrópu að undanförnu. Meðal annars hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um að koma eldsprengjum fyrir í flugvélum og að reyna að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum. Fregnir hafa borist af því að sérstök séraðgerðasveit hafi verið stofnuð sem hafi þau meginverkefni að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu og að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira