„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2025 09:00 Kollegarnir Jordan Pickford og Asmir Begović. Richard Martin-Roberts/Getty Images Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira