Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. maí 2025 13:00 Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Árborg Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun