Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 11:03 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í umdeilda skipun félags- og húsnæðismálaráðherra í stjórn HMS á Alþingi í gær. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. Þetta kom fram í svari Kristrúnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði eftir svörum forsætisráðherra vegna umdeildar skipunar Ingu Sæland í stjórn HMS. Inga Sæland var sjálf spurð út í málið í síðustu viku en meðal annars hefur Jafnréttistofa gert athugasemd við skipunina þar sem hún stangist á við jafnréttislög. Þá hefur Verkfræðingafélags Íslands gert athugasemdir við skipunina en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. Stjórnarmenn sem Inga Sæland skipaði í stjórn HMS eru eru 80 prósent karlmenn og flestir með tengsl við Flokk fólksins. Sjá einnig: „Ég skipaði þá sem ég taldi hæfasta“ Sigmundur Davíð furðar sig á svörum Ingu um málið frá í síðustu viku. „Svörin voru nokkurn veginn á þá leið, að þegar Flokkur fólksins ætti í hlut, þá þyrfti ekki að fylgja lögum og reglum. Hvað hæfi varðaði væru allir hæfastir þar af því að þeir væru frá Flokki fólksins, innstu koppar í búri þar og innu að pólitískum markmiðum,“ sagði Sigmundur á Alþingi í gær. „Er þetta ásættanlegt að mati hæstvirts forsætisráðherra?“ spurði Sigmundur Davíð. „Þarf ráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans ekki að fylgja lögum ef hann er bara í pólitík? Eru jafnréttislögin ekki í gildi fyrir alla?“ bætti hann við og vildi einnig vita hvort forsætisráðherra hygðist með einhverjum hætti hlutast til um að ráðin yrði bót á þessu. „Stórmerkilegt svar“ forsætisráðherra Kristrún benti í svari sínu á að fyrirkomulagið við skipan í stjórn HMS væri ekki komið frá hennar ríkisstjórn. Þá hafi Inga Sæland sjálf svarað því til og vitnað til þess að samkvæmt jafnréttislögum sé heimild til að víkja frá kröfum um jafnan hlut kynjanna við skipun stjórna. Sjáf sé hún þó sammála markmiðum laganna um jafnan hlut kynjanna og að þeim kröfum sé framfylgt eins og kostur er. „Nú var ég ekki sú manneskja sem tók ákvörðun um þetta. Ég átti ekki samtöl við hæstvirtan ráðherra um það hvað nákvæmlega lá þarna að baki. En ég treysti henni til að meta það að um sé að ræða einstaklinga sem hún vill meina að séu hæfir til að gegna þessu sem sé ástæða þess að þetta hafi farið með þessum hætti,“ sagði Kristrún. Hún sjái ekki betur, miðað við þær upplýsingar sem hún hafi, að lögum hafi verið fylgt. Hún hafi ekkert heyrt sem bendi til þess að Flokkur fólksins þurfi ekki að fylgja lögum frekar en aðrir. Þetta sagði Sigmundur Davíð vera „stórmerkilegt svar“ frá forsætisráðherra. „Nú hljóta margir í viðskiptalífinu til að mynda, eigendur fyrirtækja, að fagna. Þeir þurfa ekki að fylgja jafnréttislögum við skipan stjórnar svo framarlega sem þeir velja þann sem þeir telja hæfasta,“ sagði Sigmundur. „Hér er hæstvirtur forsætisráðherra búinn að útskýra það að hæstvirtur félagsmálaráðherra sé búinn að setja fordæmi sem megi þá nota í pólitíkinni, en ekki síður á almenna markaðnum við stjórnarskipan. Þetta eru mikil tíðindi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Ekki planið“ að stjórnarmenn búi allir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fylgdi eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, og sagði skjóta skökku við, að á sama tíma og ríkisstjórnin breyti áherslum til að auka áherslu á faglega skipun í stjórnir hjá hinu opinbera, velji einn ráðherra ríkisstjórnarinnar að skipa pólitískt í stjórn HMS. Hann nýtti einnig tækifærið til að gera athugasemd við að flestir þeirra sem skipaðir hafa verið í stjórnir ríkisfyrirtækja að undanförnu hafa búsetu á suðvesturhorni landsins. „Var þetta planið? Að gera eitt í dag og annað á morgun og undanskilja alveg landsbyggðina?,“ spurði Sigurður Ingi. „Nei, þetta var ekki planið,“ svaraði Kristrún um leið og hún kvaðst taka heilshugar undir með Sigurði Inga. „Það er mín skoðun að það þurfi fjölbreytni inn í slíkar stjórnir og það er líka mín skoðun að það skiptir máli að sjónarmið ólíkra landshluta komi þarna inn,“ sagði Kristrún. Planið hafi verið að skipa stjórnir „út frá hæfni en ekki flokksskírteini.“ Þegar hafi verið stigið stórt skref í þá átt að breyta þessu hvað varðar ákveðnar tegundir stjórna og hún útiloki ekki að sambærilegt skref verði stigið hvað varðar aðrar gerðir stjórna. „En eitt skerf í einu, og eftir þennan stutta tíma við völd þá er búið að gera umfangsmiklar breytingar á þessum skipunum stjórna,“ sagði Kristrún. Hún hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við fjármála- og efnahagsráðherra sem hafi tekið vel í þær. „Það er ekkert ólíklegt að það verði gerðar aðrar breytingar síðar meir. En þá breytir því ekki að hæfni verður ekki bara séð út frá því að fólk búi á einu svæði á landinu og það er mín skoðun,“ bætti Kristrún við. Alþingi Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Þetta kom fram í svari Kristrúnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði eftir svörum forsætisráðherra vegna umdeildar skipunar Ingu Sæland í stjórn HMS. Inga Sæland var sjálf spurð út í málið í síðustu viku en meðal annars hefur Jafnréttistofa gert athugasemd við skipunina þar sem hún stangist á við jafnréttislög. Þá hefur Verkfræðingafélags Íslands gert athugasemdir við skipunina en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. Stjórnarmenn sem Inga Sæland skipaði í stjórn HMS eru eru 80 prósent karlmenn og flestir með tengsl við Flokk fólksins. Sjá einnig: „Ég skipaði þá sem ég taldi hæfasta“ Sigmundur Davíð furðar sig á svörum Ingu um málið frá í síðustu viku. „Svörin voru nokkurn veginn á þá leið, að þegar Flokkur fólksins ætti í hlut, þá þyrfti ekki að fylgja lögum og reglum. Hvað hæfi varðaði væru allir hæfastir þar af því að þeir væru frá Flokki fólksins, innstu koppar í búri þar og innu að pólitískum markmiðum,“ sagði Sigmundur á Alþingi í gær. „Er þetta ásættanlegt að mati hæstvirts forsætisráðherra?“ spurði Sigmundur Davíð. „Þarf ráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans ekki að fylgja lögum ef hann er bara í pólitík? Eru jafnréttislögin ekki í gildi fyrir alla?“ bætti hann við og vildi einnig vita hvort forsætisráðherra hygðist með einhverjum hætti hlutast til um að ráðin yrði bót á þessu. „Stórmerkilegt svar“ forsætisráðherra Kristrún benti í svari sínu á að fyrirkomulagið við skipan í stjórn HMS væri ekki komið frá hennar ríkisstjórn. Þá hafi Inga Sæland sjálf svarað því til og vitnað til þess að samkvæmt jafnréttislögum sé heimild til að víkja frá kröfum um jafnan hlut kynjanna við skipun stjórna. Sjáf sé hún þó sammála markmiðum laganna um jafnan hlut kynjanna og að þeim kröfum sé framfylgt eins og kostur er. „Nú var ég ekki sú manneskja sem tók ákvörðun um þetta. Ég átti ekki samtöl við hæstvirtan ráðherra um það hvað nákvæmlega lá þarna að baki. En ég treysti henni til að meta það að um sé að ræða einstaklinga sem hún vill meina að séu hæfir til að gegna þessu sem sé ástæða þess að þetta hafi farið með þessum hætti,“ sagði Kristrún. Hún sjái ekki betur, miðað við þær upplýsingar sem hún hafi, að lögum hafi verið fylgt. Hún hafi ekkert heyrt sem bendi til þess að Flokkur fólksins þurfi ekki að fylgja lögum frekar en aðrir. Þetta sagði Sigmundur Davíð vera „stórmerkilegt svar“ frá forsætisráðherra. „Nú hljóta margir í viðskiptalífinu til að mynda, eigendur fyrirtækja, að fagna. Þeir þurfa ekki að fylgja jafnréttislögum við skipan stjórnar svo framarlega sem þeir velja þann sem þeir telja hæfasta,“ sagði Sigmundur. „Hér er hæstvirtur forsætisráðherra búinn að útskýra það að hæstvirtur félagsmálaráðherra sé búinn að setja fordæmi sem megi þá nota í pólitíkinni, en ekki síður á almenna markaðnum við stjórnarskipan. Þetta eru mikil tíðindi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Ekki planið“ að stjórnarmenn búi allir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fylgdi eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, og sagði skjóta skökku við, að á sama tíma og ríkisstjórnin breyti áherslum til að auka áherslu á faglega skipun í stjórnir hjá hinu opinbera, velji einn ráðherra ríkisstjórnarinnar að skipa pólitískt í stjórn HMS. Hann nýtti einnig tækifærið til að gera athugasemd við að flestir þeirra sem skipaðir hafa verið í stjórnir ríkisfyrirtækja að undanförnu hafa búsetu á suðvesturhorni landsins. „Var þetta planið? Að gera eitt í dag og annað á morgun og undanskilja alveg landsbyggðina?,“ spurði Sigurður Ingi. „Nei, þetta var ekki planið,“ svaraði Kristrún um leið og hún kvaðst taka heilshugar undir með Sigurði Inga. „Það er mín skoðun að það þurfi fjölbreytni inn í slíkar stjórnir og það er líka mín skoðun að það skiptir máli að sjónarmið ólíkra landshluta komi þarna inn,“ sagði Kristrún. Planið hafi verið að skipa stjórnir „út frá hæfni en ekki flokksskírteini.“ Þegar hafi verið stigið stórt skref í þá átt að breyta þessu hvað varðar ákveðnar tegundir stjórna og hún útiloki ekki að sambærilegt skref verði stigið hvað varðar aðrar gerðir stjórna. „En eitt skerf í einu, og eftir þennan stutta tíma við völd þá er búið að gera umfangsmiklar breytingar á þessum skipunum stjórna,“ sagði Kristrún. Hún hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við fjármála- og efnahagsráðherra sem hafi tekið vel í þær. „Það er ekkert ólíklegt að það verði gerðar aðrar breytingar síðar meir. En þá breytir því ekki að hæfni verður ekki bara séð út frá því að fólk búi á einu svæði á landinu og það er mín skoðun,“ bætti Kristrún við.
Alþingi Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira