Innlent

Reikningum Flokks fólksins lokað um stund

Atli Ísleifsson skrifar
 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm

Bankareikningum Flokks fólksins í Arion banka var lokað um stund í aprílmánuði eftir að láðst hafði að fylla út áreiðanleikakönnun í kjölfar þess að flokknum var formlega breytt úr félagsamtökum í stjórnmálasamtök. Reikningarnir hafa verið opnaðir á ný.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vildi ekki tjá sig um málið að loknum ríkisstjórnarfundi og bar því við að hvorki hún né starfsmenn flokksins hefðu ekki fengið tilkynningu fyrir viðtalið um að málið yrði um umræðu.

Arion banki og öðrum fjármálafyrirtækjum er óheimilt að eiga í viðskiptum við fyrirtæki og félög nema að slíkar áreiðanleikakannanir hafa verið fylltar út.

Styrkir til Flokks fólksins og annarra stjórnmálaflokka voru mikið í umræðunni fyrr á árinu eftir að ljóst var að flokkarnir hefðu fengið greidda styrki úr ríkissjóði þó að flokkurinn hafi ekki verið skráður sem stjórnmálasamtök.

Á vef Arion banka segir um áreiðanleikakannanir að það sé bankanum mikilvægt að þekkja viðskiptavini sína, , markmið þeirra og aðstæður. Þannig geti bankinn veitt betri þjónustu og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×