Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2025 08:02 Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt. Skilaboðin eru þau sömu á öllum stöðum, þétting byggðar sé komin í þrot, tími ofurþéttingar sé liðin, engar lóðir séu til staðar í Reykjavík, lóðaskortur hamli uppbyggingu, lóðaskortur sé ástæða hás íbúðaverðs, lóðaskortur sé orsök húsnæðiskrísunnar því verði að brjóta nýtt land í jaðri byggðar að byggja, það land er ódýrt, ódýrara sé að byggja á ódýru landi, þá lækkar húsnæðisverð, þá lækkar lóðaverð – Vaxtamörkin verði að endurskoða strax. Kunnugleg orðræða - það er staðreynd að ef hlutirnir eru sagðir nógu oft þá fer fólk að trúa þeim. Lítið hefur farið fyrir rökum í umræðunni um hvers vegna við þéttum byggð. Hvers vegna er betra að byggja borgarsamfélög inná við? Í þágu hverra er þétting byggðar? Þétting í borg - fyrir mannlíf og öflugri hverfi Þétting byggðar þéttir fólki saman sem aftur eykur lífsgæði þeirra sem búa saman. Sameignleg svæði laða að sér fleira fólk sem aftur skapar grundvöll fyrir blómlega þjónustu og atvinnulíf. Mannlíf er uppspretta fyrir tækifæri til að skapa hágæða borgarumhverfi sem laðar að sér enn fleira fólk, fjárfestingu, fyrirtæki og stofnanir. Maður er manns gaman og hægt er að vinna gegn meinsemd 21. aldar, einmanaleika, með þéttingu byggðar og fjölbreyttu búsetuformi. Þétting innan gróinna hverfa eflir byggðina sem fyrir er, getur aukið félagslega fjölbreytni, ýtir undir sjálfbærni hverfanna þannig að jafnvægi ólíkra aldurshópa er tryggt. Einmitt til að koma í veg fyrir að einn hópur íbúa verður of fámennur eða of fjölmennur eins og gerðist í Grafarvogi en þá þurfti að loka grunnskóla og leikskóla vegna of fárra barna sem er erfitt verkefni. Við þéttum byggð í þágu fólksins, til að efla mannlífið, til að styrkja verslun, þjónustu og stöndugt atvinnulíf. Þannig tryggjum við sjálfbærni hverfanna í borginni, tryggjum félagslega fjölbreytni og spornum gegn einmannaleika. Þétting í borg - fyrir betri nýtingu sameignlegra gæða og fjármuna Þétting byggðar nýtir betur takmörkuð sameiginleg gæði í eigu okkar allra - gæði eins og borgarland, mannvirki, samgönguæðar. Stærsta fjárfesting sveitafélaga er í mannvirkjum sem tengjast gatna- og veitukerfi, leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Aukin nýfjárfesting kallar á umfangsmeiri rekstur. Með því að þétta í borg er hægt að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í og forgangsraða fjármagni í önnur brýn verkefni. Borgarsjóður er ekki botnlaus. Við þéttum byggð til að fara vel með sameiginleg, takmörkuð gæði okkar Reykvíkinga og um leið kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnissporið í þágu komandi kynslóða. Þétting í borg – forsenda fyrir hágæða almenningssamgöngur og betri loftgæði Við þéttum byggð til að draga úr umferð, bæta loftgæðin en á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað mikið. Fleira fólk – fleiri bílar. Talið er að um 70 bílar bætist við götur höfuðborgarsvæðis á viku, tæplega 4.000 bílar á ári eða rúmlega 15.000 þúsund bílar á kjörtímabili. Það kannast allir við stóra stoppið í Ártúnsbrekku samhliða þungri umferð á háannatíma inn og út úr borginni. Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Um leið skapar það pláss á götum fyrir þau sem þurfa notast við bíl. Með því að draga úr umferð, bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur verða loftgæðin betri en svifryk ógnar sérstaklega heilsu barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Með þéttingu skapast forsendur fyrir vistvænar og sterkar almenningssamgöngur – val verður til fyrir þau sem óska eftir að notast við fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur inn í sinn hversdagsleika og um leið skilja bílinn eftir heima. Þétting í þágu samfélagsins – í þágu fólksins Það er vandasamt að byggja borgir inná við. Þrengt er að umferð, útlit skapar umræðu, það sem einum þykir flott, finnst öðrum ljótt og svo eru það gæðin. Þau skipta máli og já mistök hafa verið gerð. Af þeim þarf að læra, skapa skýrari viðmið, verklags- og vinnureglur - gæði umfram magn. Víða hefur tekist vel til. Yngra fólk vill búa þétt, vill hafa val um skilja einkabílinn heima, deilt inngarði með nágrönnum í grillveislu og gengið í búðina. Svo eru aðrir sem vilja sér garð, eiga ökutæki til að leika sér á, vilja vera í jaðri byggðar, stutt frá útvistarsvæðum. Eitt þarf ekki að útiloka annað. Við þéttum byggð í þágu samfélagslegra hagsmuna - fyrir fólk. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Byggðamál Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt. Skilaboðin eru þau sömu á öllum stöðum, þétting byggðar sé komin í þrot, tími ofurþéttingar sé liðin, engar lóðir séu til staðar í Reykjavík, lóðaskortur hamli uppbyggingu, lóðaskortur sé ástæða hás íbúðaverðs, lóðaskortur sé orsök húsnæðiskrísunnar því verði að brjóta nýtt land í jaðri byggðar að byggja, það land er ódýrt, ódýrara sé að byggja á ódýru landi, þá lækkar húsnæðisverð, þá lækkar lóðaverð – Vaxtamörkin verði að endurskoða strax. Kunnugleg orðræða - það er staðreynd að ef hlutirnir eru sagðir nógu oft þá fer fólk að trúa þeim. Lítið hefur farið fyrir rökum í umræðunni um hvers vegna við þéttum byggð. Hvers vegna er betra að byggja borgarsamfélög inná við? Í þágu hverra er þétting byggðar? Þétting í borg - fyrir mannlíf og öflugri hverfi Þétting byggðar þéttir fólki saman sem aftur eykur lífsgæði þeirra sem búa saman. Sameignleg svæði laða að sér fleira fólk sem aftur skapar grundvöll fyrir blómlega þjónustu og atvinnulíf. Mannlíf er uppspretta fyrir tækifæri til að skapa hágæða borgarumhverfi sem laðar að sér enn fleira fólk, fjárfestingu, fyrirtæki og stofnanir. Maður er manns gaman og hægt er að vinna gegn meinsemd 21. aldar, einmanaleika, með þéttingu byggðar og fjölbreyttu búsetuformi. Þétting innan gróinna hverfa eflir byggðina sem fyrir er, getur aukið félagslega fjölbreytni, ýtir undir sjálfbærni hverfanna þannig að jafnvægi ólíkra aldurshópa er tryggt. Einmitt til að koma í veg fyrir að einn hópur íbúa verður of fámennur eða of fjölmennur eins og gerðist í Grafarvogi en þá þurfti að loka grunnskóla og leikskóla vegna of fárra barna sem er erfitt verkefni. Við þéttum byggð í þágu fólksins, til að efla mannlífið, til að styrkja verslun, þjónustu og stöndugt atvinnulíf. Þannig tryggjum við sjálfbærni hverfanna í borginni, tryggjum félagslega fjölbreytni og spornum gegn einmannaleika. Þétting í borg - fyrir betri nýtingu sameignlegra gæða og fjármuna Þétting byggðar nýtir betur takmörkuð sameiginleg gæði í eigu okkar allra - gæði eins og borgarland, mannvirki, samgönguæðar. Stærsta fjárfesting sveitafélaga er í mannvirkjum sem tengjast gatna- og veitukerfi, leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Aukin nýfjárfesting kallar á umfangsmeiri rekstur. Með því að þétta í borg er hægt að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í og forgangsraða fjármagni í önnur brýn verkefni. Borgarsjóður er ekki botnlaus. Við þéttum byggð til að fara vel með sameiginleg, takmörkuð gæði okkar Reykvíkinga og um leið kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnissporið í þágu komandi kynslóða. Þétting í borg – forsenda fyrir hágæða almenningssamgöngur og betri loftgæði Við þéttum byggð til að draga úr umferð, bæta loftgæðin en á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað mikið. Fleira fólk – fleiri bílar. Talið er að um 70 bílar bætist við götur höfuðborgarsvæðis á viku, tæplega 4.000 bílar á ári eða rúmlega 15.000 þúsund bílar á kjörtímabili. Það kannast allir við stóra stoppið í Ártúnsbrekku samhliða þungri umferð á háannatíma inn og út úr borginni. Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Um leið skapar það pláss á götum fyrir þau sem þurfa notast við bíl. Með því að draga úr umferð, bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur verða loftgæðin betri en svifryk ógnar sérstaklega heilsu barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Með þéttingu skapast forsendur fyrir vistvænar og sterkar almenningssamgöngur – val verður til fyrir þau sem óska eftir að notast við fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur inn í sinn hversdagsleika og um leið skilja bílinn eftir heima. Þétting í þágu samfélagsins – í þágu fólksins Það er vandasamt að byggja borgir inná við. Þrengt er að umferð, útlit skapar umræðu, það sem einum þykir flott, finnst öðrum ljótt og svo eru það gæðin. Þau skipta máli og já mistök hafa verið gerð. Af þeim þarf að læra, skapa skýrari viðmið, verklags- og vinnureglur - gæði umfram magn. Víða hefur tekist vel til. Yngra fólk vill búa þétt, vill hafa val um skilja einkabílinn heima, deilt inngarði með nágrönnum í grillveislu og gengið í búðina. Svo eru aðrir sem vilja sér garð, eiga ökutæki til að leika sér á, vilja vera í jaðri byggðar, stutt frá útvistarsvæðum. Eitt þarf ekki að útiloka annað. Við þéttum byggð í þágu samfélagslegra hagsmuna - fyrir fólk. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar