Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 12:08 Egilsstaðir í blíðviðri. vísir/vilhelm Slökkviliðið á Austurlandi er á varðbergi vegna aukinnar hættu á gróðureldum en búist er við miklum þurrk og hita þar næstu daga. Slökkviliðsstjóri segist hafa mestar áhyggjur af sumarbústaðabyggðum. Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“ Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“
Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira