Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 10:05 Teiknuð mynd af Cassie Ventura í dómsal í New York í gær. Myndavélar eru bannaðar í salnum. AP/Elizabeth Williams Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“ Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira