Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 11:00 Dennis Rohan hefur nú verið dæmdur fyrir sinn þátt í dauða eiginkonu hans, Melissu Hoskins. Getty/Ewan Bootman Ástralinn Rohan Dennis, fyrrverandi heimsmeistari í hjólreiðum, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hafa orðið eiginkonu sinni, Melissu Hoskins, að bana með því að aka bíl yfir hana. Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins. Hjólreiðar Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins.
Hjólreiðar Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira