Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. maí 2025 15:02 „Drykkjumót“ eins og Sjally Pally eru ekki á útleið að sögn formannsins, þó Pílukastsambandið vilji ganga inn í ÍSÍ og vinni markvisst að auknu ungmenna- og æskulýðsstarfi. píludeild þórs Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi. Pílukast Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi.
Pílukast Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sjá meira