Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 12:34 Ruslsugan er í kaðli í höfninni. Faxaflóahafnir Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur. Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið. Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið.
Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira