Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar 14. maí 2025 15:32 Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekktur. Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið að hitta margt forystufólk annarra landa í íþróttum. Þegar þau spyrja hver sé lykilþátturinn í gróskumiklu íþróttastarfi Íslendinga er mitt fyrsta svar alltaf sjálfboðaliðinn. Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins. Takk! Munum öll að þakka þessum mikla fjölda einstaklinga fyrir sína samfélagsvinnu, eitt lítið takk gerir mikið. Án þeirra væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund minni og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar, við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin dreifast á fáar hendur. Samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það byggir á sterkri grasrót, djúpum metnaði – og ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi. Hver króna kemur margfalt til baka Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi, og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum, hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk, þau verða virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem þau verði kennarar, múrarar, læknar eða góðir nágrannar. Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisútgjöldum og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu – fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri KKÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Hannes S. Jónsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekktur. Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið að hitta margt forystufólk annarra landa í íþróttum. Þegar þau spyrja hver sé lykilþátturinn í gróskumiklu íþróttastarfi Íslendinga er mitt fyrsta svar alltaf sjálfboðaliðinn. Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins. Takk! Munum öll að þakka þessum mikla fjölda einstaklinga fyrir sína samfélagsvinnu, eitt lítið takk gerir mikið. Án þeirra væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund minni og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar, við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin dreifast á fáar hendur. Samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það byggir á sterkri grasrót, djúpum metnaði – og ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi. Hver króna kemur margfalt til baka Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi, og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum, hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk, þau verða virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem þau verði kennarar, múrarar, læknar eða góðir nágrannar. Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisútgjöldum og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu – fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri KKÍ.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar