Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2025 20:53 Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir að verðlagseftirlitið hafi sérstaklega numið hækkun á nautakjöti og nautakjötsafurðum. Það eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir þau sem hyggjast grilla mikið í sumar. Vísir/Sigurjón Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“ Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Sjá meira
Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Sjá meira
Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10