Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 08:30 Viðskilnaðurinn við Val var Berglindi erfiður. Hún hefur fundið sig sérlega vel í Kópavogi og mætir vel stemmd til leiks gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Ívar Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn