Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar 17. maí 2025 07:02 Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Kári Garðarsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun