Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 07:02 Forsetinn Gianni Infantino er mættur á þing FIFA en sýndi því ákveðna vanvirðingu að mati fulltrúa UEFA með því að mæta seint. Getty/Buda Mendes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sakar forseta FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Ascunsion, höfuðborg Paragvæ. Infantino hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Ascunsion eftir að þing sambandsins sem hann er í forsvari fyrir átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. UEFA segir í yfirlýsingu afar miður að gerðar hafi verið breytingar á dagskrá þingsins, á síðustu stundu, og að því verði að svara. „Þing FIFA er ein mikilvægasta samkoma alþjóða fótboltans, þar sem allar 211 þjóðir íþróttarinnar koma saman til að ræða málefni sem hafa áhrif á íþróttina yfir allan heiminn. Það hjálpar íþróttinni ekkert og virðist setja hana í aftursætið, að breyta dagskránni á síðustu stundu að því er virðist eingöngu til að þjóna pólitískum einkahagsmunum. Við erum öll hérna til að þjóna fótboltanum, frá strætunum og að verðlaunapöllunum, og fulltrúar UEFA í FIFA-ráðinu töldu nauðsynlegt að sýna afstöðu sína með því að fara á þeim tíma sem dagskráin hafði áður gert ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. UEFA FIFA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Infantino hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Ascunsion eftir að þing sambandsins sem hann er í forsvari fyrir átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. UEFA segir í yfirlýsingu afar miður að gerðar hafi verið breytingar á dagskrá þingsins, á síðustu stundu, og að því verði að svara. „Þing FIFA er ein mikilvægasta samkoma alþjóða fótboltans, þar sem allar 211 þjóðir íþróttarinnar koma saman til að ræða málefni sem hafa áhrif á íþróttina yfir allan heiminn. Það hjálpar íþróttinni ekkert og virðist setja hana í aftursætið, að breyta dagskránni á síðustu stundu að því er virðist eingöngu til að þjóna pólitískum einkahagsmunum. Við erum öll hérna til að þjóna fótboltanum, frá strætunum og að verðlaunapöllunum, og fulltrúar UEFA í FIFA-ráðinu töldu nauðsynlegt að sýna afstöðu sína með því að fara á þeim tíma sem dagskráin hafði áður gert ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni.
UEFA FIFA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti