Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 09:37 Íbúar New York hafa beðið lengi eftir gleðistundinni sem varð í gærkvöld þegar Knicks komust loksins aftur í úrslit austurdeildarinnar. Getty/Angelina Katsanis New York Knicks eru komnir í úrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn í 25 ár, með því að slá út sjálfa meistara Boston Celtics. Sigurdans var stiginn á götum New York borgar í nótt og stjörnurnar fögnuðu ákaft í Madison Square Garden. Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig. NBA Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig.
NBA Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira