Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 18. maí 2025 16:32 Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eurovision Eurovision 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun