Innlent

Bein út­sending: Að eldast á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 til 13.
Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 til 13.

„Að eldast á Íslandi“ er yfirskrift fjórða fundarins í fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Heilsan okkar. Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 og 13 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu segir að í ljósi þess að þjóðin eldist hratt sé mikilvægt að horfa til margbreytilegra aðstæðna þess fjölbreytta hóps sem eldra fólk sé. 

„Á málþinginu verður litið yfir stöðu og þróun aðstæðna hjá eldra fólki á Íslandi síðustu ár ásamt því að tengja saman lýðfræðilegar breytingar og heilbrigða öldrun við þær áskoranir sem fylgja breyttu heilsufarsástandi á efri árum,“ segir í tilkynningunni.

Hér er embed kóði á streymið:

Dagskrá

  • Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við Félagsráðgjafardeild – Lýðfræði og tekjur: Er fátækt hverfandi meðal eldra fólks?
  • Halldór S. Guðmundsson, dósent við Félagsráðgjafardeild – Velferð og vinna eldra fólks
  • Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga – Heilbrigð öldrun
  • Margrét Guðnadóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum og sérfræðingur í heimahjúkrun – Að eldast heima og aðlagast heilsumissi

Fundarstjóri er María Heimisdóttir, landlæknir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×