Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 19. maí 2025 14:30 Aðgerðir til að mæta þjónustuþörfum stækkandi hópi eldra fólks eru í hefðbundu fari - að setja af stað ferli eða lausn sem felast í auknum verkefnum í byggingaiðnaði. Nýjar byggingar leysa bara ekki þjónustuþörf við eldra fólk – það gerir starfsfólkið. Þó markmiðið með byggingu hvers hjúkrunarheimilis kunni að vera göfugt, vekur það samt mikilvægar spurningar: Er þetta fljótvirkasta, raunhæfasta og hagkvæmasta leiðin til að bregðast við öldrun þjóðarinnar? Og grundvallaratriðið -hvernig hyggjast stjórnvöld manna þjónustuna í ljósi viðvarandi skorts á starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsþjónustu? Viðvarandi skortur á mannafla Heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög glíma nú þegar við mikinn skort á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum og öðru starfsfólki við þjónustu og umönnun. Í samanburði við önnur úrræði eru hjúkrunarheimili mannaflafrekasta og dýrasta úrræðið í þjónustunni við eldra fólk. Þar eins og á sjúkrastofnunum þarf sólarhringsvöktun, umönnun og félagsstarf til að viðhalda lífsgæðum íbúa. Til að gera það þarf að lágmarki einn starfsmann í fullu starfi á hvern íbúa. Því vekur það spurningar þegar fjölga á hjúkrunarrýmum án þess að kynnt sé nokkuð skýr sýn um hvaðan starfsfólkið á að koma – og með hvaða hætti eig að tryggja gæði í þjónustu fyrir íbúana og ekki síður ættingja þeirra. Heimaþjónusta og dagdvöl: Skynsamari nýting fjár og mannafla Rannsóknir og reynsla sýna að heimaþjónusta og dagdvöl geta sinnt mun stærri hópi fólks með minni tilkostnaði og mannafla en hjúkrunarheimili. Þar að auki getur samþætt og öflug þjónusta heima ásamt dagdvöl dregið töluvert úr þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili og líka stytt þann tíma sem íbúar dvelja þar. Kostnaður á hvern íbúa á hjúkrunarheimili getur verið margfaldur samanborið við þjónustu sem veitt er á heimili fólks enda getur einn starfsmaður í heimaþjónustu yfirleitt sinnt mörgum einstaklingum yfir daginn. Þetta gerir það að verkum að ef fjármunir og mannafli eru af skornum skammti – sem við flest erum meðvituð um – getur samfélagið veitt þjónustu til töluvert fleiri einstaklinga með því að efla heimaþjónustu, endurhæfingu og dagdvalir, í stað þess að beina langmestum hluta af fjármagninu í ný- eða endurbyggingar og þar með dýrari og mannaflafrekar stofnanir. Fjármagn og kostnaður Byggingakostnaður á hvert hjúkrunarrými er á milli 50-60 milljónir króna og greiðsla fyrir dvöl í hjúkrunarrými er lauslega reiknuð um 1,5 milljón á mánuði án rekstrarkostnaðar við húsnæði eða leigu þess. Á ári þýðir þetta að dvölin kostar um 18 milljónir kr. fyrir hvern íbúa og ef bætt er við greiðslum vegna afborgana lána eða leigu húsnæðis bætast við kr. 4,5.milljónir á hvert rými. Alls kostar því a.m.k. um kr. 22,5 milljónir á ári að reka eitt hjúkrunarpláss. Dvalartími íbúa er mjög breytilegur en er að meðaltali um 1-2 ár. Því má ætla að kostnaður við hvern íbúa á hjúkrunarheimili sé um 40-45 milljónir kr.. Fyrir útgjöld vegna eins íbúar, væri hægt að ráða tvo til þrjá starfsmenn í nánast fullt starfi í tvö ár í heimaþjónustu við að sinna margfalt fleiri þjónustuþurfandi einstaklingum og fjölskyldum og sú þjónusta gæti hafist strax í dag – það er að segja ef starfsfólkið er til. Ný hugsun um þjónustu við eldra fólk Við Íslendingar höfum um alllangt skeið átt Norðurlandamet í fjölda hjúkrunarplássa miðað við fjölda 80 ára og eldri. Við eigum líka met í því að vera lægst í að leggja fé til heimaþjónustu og stuðningsúrræða fyrir eldra fólk. Það er kominn tími á endurmat í forgangsröðun og stórefla þjónustumódel sem byggir á þeirri forsendu að hjúkrunarheimili séu ekki eina svarið – heldur öflug heimaþjónusta hvar sem þú býrð. Margir eldri borgarar vilja helst búa sem lengst heima og með réttri þjónustu og stuðningi er það raunhæfur kostur fyrir marga. Til að þetta gerist þarf að stórefla sveigjanlega þjónustu, fjárfesta í heimaþjónustu og dagdvölum, heimaendurhæfingu og markvissu samstarfi þjónustuaðila og fjölskyldunnar og samhliða nýta tækni og lausnir sem styðja sjálfstæði og sjálfsbjargargetu eldra fólks og ættingja þeirra. Spurningin snýst um heildarsýn í þjónustu – ekki steinsteypu. Áform um ný hjúkrunarrými þurfa að vera hluti af heildstæðri stefnu þar sem bæði er tekið tillit til mannafla og kostnaðar. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að steypuvæða sig út úr öldrun þjóðarinnar, eingöngu með fleiri hjúkrunarrýmum. Með því að efla stuðning og þjónustu við þá sem búa heima má bæði mæta þjónustuþörf fleiri einstaklinga, draga úr þörf fyrir hjúkrunarrými og nýta takmarkaðan mannafla með skilvirkari hætti – til hagsbóta fyrir eldra fólk, ættingja þeirra og samfélagið allt. Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafi og dósent við Félagsráðgjafardeild HíSigurveig H. Sigurðardóttir, prófessor emerita í félagsráðgjöfSirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Aðgerðir til að mæta þjónustuþörfum stækkandi hópi eldra fólks eru í hefðbundu fari - að setja af stað ferli eða lausn sem felast í auknum verkefnum í byggingaiðnaði. Nýjar byggingar leysa bara ekki þjónustuþörf við eldra fólk – það gerir starfsfólkið. Þó markmiðið með byggingu hvers hjúkrunarheimilis kunni að vera göfugt, vekur það samt mikilvægar spurningar: Er þetta fljótvirkasta, raunhæfasta og hagkvæmasta leiðin til að bregðast við öldrun þjóðarinnar? Og grundvallaratriðið -hvernig hyggjast stjórnvöld manna þjónustuna í ljósi viðvarandi skorts á starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsþjónustu? Viðvarandi skortur á mannafla Heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög glíma nú þegar við mikinn skort á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum og öðru starfsfólki við þjónustu og umönnun. Í samanburði við önnur úrræði eru hjúkrunarheimili mannaflafrekasta og dýrasta úrræðið í þjónustunni við eldra fólk. Þar eins og á sjúkrastofnunum þarf sólarhringsvöktun, umönnun og félagsstarf til að viðhalda lífsgæðum íbúa. Til að gera það þarf að lágmarki einn starfsmann í fullu starfi á hvern íbúa. Því vekur það spurningar þegar fjölga á hjúkrunarrýmum án þess að kynnt sé nokkuð skýr sýn um hvaðan starfsfólkið á að koma – og með hvaða hætti eig að tryggja gæði í þjónustu fyrir íbúana og ekki síður ættingja þeirra. Heimaþjónusta og dagdvöl: Skynsamari nýting fjár og mannafla Rannsóknir og reynsla sýna að heimaþjónusta og dagdvöl geta sinnt mun stærri hópi fólks með minni tilkostnaði og mannafla en hjúkrunarheimili. Þar að auki getur samþætt og öflug þjónusta heima ásamt dagdvöl dregið töluvert úr þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili og líka stytt þann tíma sem íbúar dvelja þar. Kostnaður á hvern íbúa á hjúkrunarheimili getur verið margfaldur samanborið við þjónustu sem veitt er á heimili fólks enda getur einn starfsmaður í heimaþjónustu yfirleitt sinnt mörgum einstaklingum yfir daginn. Þetta gerir það að verkum að ef fjármunir og mannafli eru af skornum skammti – sem við flest erum meðvituð um – getur samfélagið veitt þjónustu til töluvert fleiri einstaklinga með því að efla heimaþjónustu, endurhæfingu og dagdvalir, í stað þess að beina langmestum hluta af fjármagninu í ný- eða endurbyggingar og þar með dýrari og mannaflafrekar stofnanir. Fjármagn og kostnaður Byggingakostnaður á hvert hjúkrunarrými er á milli 50-60 milljónir króna og greiðsla fyrir dvöl í hjúkrunarrými er lauslega reiknuð um 1,5 milljón á mánuði án rekstrarkostnaðar við húsnæði eða leigu þess. Á ári þýðir þetta að dvölin kostar um 18 milljónir kr. fyrir hvern íbúa og ef bætt er við greiðslum vegna afborgana lána eða leigu húsnæðis bætast við kr. 4,5.milljónir á hvert rými. Alls kostar því a.m.k. um kr. 22,5 milljónir á ári að reka eitt hjúkrunarpláss. Dvalartími íbúa er mjög breytilegur en er að meðaltali um 1-2 ár. Því má ætla að kostnaður við hvern íbúa á hjúkrunarheimili sé um 40-45 milljónir kr.. Fyrir útgjöld vegna eins íbúar, væri hægt að ráða tvo til þrjá starfsmenn í nánast fullt starfi í tvö ár í heimaþjónustu við að sinna margfalt fleiri þjónustuþurfandi einstaklingum og fjölskyldum og sú þjónusta gæti hafist strax í dag – það er að segja ef starfsfólkið er til. Ný hugsun um þjónustu við eldra fólk Við Íslendingar höfum um alllangt skeið átt Norðurlandamet í fjölda hjúkrunarplássa miðað við fjölda 80 ára og eldri. Við eigum líka met í því að vera lægst í að leggja fé til heimaþjónustu og stuðningsúrræða fyrir eldra fólk. Það er kominn tími á endurmat í forgangsröðun og stórefla þjónustumódel sem byggir á þeirri forsendu að hjúkrunarheimili séu ekki eina svarið – heldur öflug heimaþjónusta hvar sem þú býrð. Margir eldri borgarar vilja helst búa sem lengst heima og með réttri þjónustu og stuðningi er það raunhæfur kostur fyrir marga. Til að þetta gerist þarf að stórefla sveigjanlega þjónustu, fjárfesta í heimaþjónustu og dagdvölum, heimaendurhæfingu og markvissu samstarfi þjónustuaðila og fjölskyldunnar og samhliða nýta tækni og lausnir sem styðja sjálfstæði og sjálfsbjargargetu eldra fólks og ættingja þeirra. Spurningin snýst um heildarsýn í þjónustu – ekki steinsteypu. Áform um ný hjúkrunarrými þurfa að vera hluti af heildstæðri stefnu þar sem bæði er tekið tillit til mannafla og kostnaðar. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að steypuvæða sig út úr öldrun þjóðarinnar, eingöngu með fleiri hjúkrunarrýmum. Með því að efla stuðning og þjónustu við þá sem búa heima má bæði mæta þjónustuþörf fleiri einstaklinga, draga úr þörf fyrir hjúkrunarrými og nýta takmarkaðan mannafla með skilvirkari hætti – til hagsbóta fyrir eldra fólk, ættingja þeirra og samfélagið allt. Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafi og dósent við Félagsráðgjafardeild HíSigurveig H. Sigurðardóttir, prófessor emerita í félagsráðgjöfSirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við HÍ.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun