Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2025 13:49 Áætlað er að með breytingunni styttist akstursleiðin á leið 4 um 1,2 kílómetra. Vísir/Vilhelm Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó
Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20