Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2025 13:04 Samræmd próf hafa undanfarin ár verið þreytt á spjaldtölvur. Vísir/Sigurjón Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira