Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 00:04 Rannsóknin miðar að því að dýpka skilning á áhrifum ólíks vinnufyrirkomulags á líðan starfsfólks. Háskóli Íslands Fólk í staðbundinni vinnu finnur fyrir meiri streitu en fólk í fjarvinnu en hvert vinnufyrirkomulag fyrir sig hefur sína kosti og galla. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar prófessors við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra. Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra.
Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira