Innlent

Um­sókn Oscars um land­vistar­leyfi hafnað og nýr meiri­hluti úti­lokaður

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
06386531054A470AA3E1EFA7C1F81CFCE2C801A6AD5050C15A640E71561EDBFE_713x0
vísir

Í hádegisfréttum verður rætt við Helgu Völu Helgadóttur, lögmann Oscars Anders Florez Bocanegra, en kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hans um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar.

Hinn sautján ára Oscar verður að óbreyttu sendur úr landi í upphafi júní, eftir að kærunefnd hafnaði að taka mál hans fyrir.

Við fjöllum einnig um ástandið í Úkraínu en Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð í nótt. Úkraínuforseti segir auknar viðskiptaþvinganir geta skipt sköpum fyrir vopnahlé.

Að auki verður tekin staðan á starfsemi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Útilokað er að nýr meirihluti verði myndaður á Ísafirði, eftir að sá gamli féll. Tæpt ár er til sveitarstjórnarkosninga. Oddviti Í-listans segir góðan anda í bæjarstjórn.

FH vann frækinn sigur á Breiðabliki í Bestu deild kvenna í gær eftir erfiða viku í Hafnarfirði. Áhugaverð staða er uppi í deildinni.

Breytileg átt þrír til tíu, og dálítil væta öðru hverju í dag. Skúrir á víð og dreif á morgun, einkum síðdegis .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×