Innlent

Kviknaði í bíl á miðjum vegi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Málið var fljótafgreitt á vettvangi.
Málið var fljótafgreitt á vettvangi. Vísir

Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í bíl Einars Freys Bergssonar á ferðinni í gær. Einar segir að sem betur fer hafi viðbragðsaðilar séð til þess að brennen hefði verið fljótlega afgreidd.

Einar segir frá því að allt í einu hafi heryst hvellur og reykur hafi fylgt í kjölfarið. Þá hafi hann ýtt bílnum af veginum og kallað til viðbragðaðila.

Bíllinn virðist óökufær.Vísir

Hann segir að það virðist sem eitthvað hafi farið í spíssatré bílsins.

Einar greindi frá þessu í færslu á Facebook í gær.

„Maður á sjaldnast von á því að bílinn ofhitni með svo miklum metnaði að það komi til báls, þó var bílstjórinn sem þekktur er fyrir einstaklega mikla snerpu fljótur að forða sér,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×