Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 21:22 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“ Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira