Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar 27. maí 2025 12:02 Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun