Innlent

Eldur kviknaði í hjól­hýsi við í­búðar­hús

Árni Sæberg skrifar
Talsverðan svartan reyk lagði af hjólhýsinu. Þessi mynd er tekin í Urriðaholti í Garðabæ.
Talsverðan svartan reyk lagði af hjólhýsinu. Þessi mynd er tekin í Urriðaholti í Garðabæ.

Eldur kviknaði í hjólhýsi fyrir utan einbýlishús í Lundahverfi í Garðabæ laust fyrir klukkan 13. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum.

Vakthafandi varðstjóri hjá Slökkviðliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að búið sé að slá á eldinn en slökkvistarfi sé ekki alveg lokið. Eldurinn hafi náð að læsa sér í nærliggjandi skúr en tekist hafi að slökkva í honum og koma í veg fyrir að eldurinn dreifði sér frekar.

Talsvert viðbragð hafi verið á vettvangi og slökkviliðið sent tvo dælubíla í verkefnið.

Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is.

Lesandi sendi Vísi myndskeið frá vettvangi, það má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×