Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2025 13:44 Lengri opnunartími hefur verið hjá leikskólanum Ævintýraborg við Nauthólsveg en verður það ekki lengur frá og með 1. september. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira