Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 17:02 Mary Earps verður ekki með Englandi á EM í sumar. Fran Santiago - The FA/The FA via Getty Images Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar. Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps) Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Sjá meira
Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps)
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Sjá meira