Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 28. maí 2025 13:00 Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kópavogur Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun